1.10.08

Bleikur október

Októbermánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Mig langaði að leggja eitthvað af mörkum og lét því framleiða bleika snaga sem eru hugsaðir sem fjáröflun. Hönnunin er mín en handverksmaðurinn Úlfar Sveinbjörnsson renndi þá fyrir mig úr beyki. Kristján Heiðberg hjá Glugga- og hurðasmiðju Selfoss sá síðan um að sprauta snagana bleika. Mig langar að þakka þeim innilega fyrir þeirra framlag. Snaginn, sem heitir Bína, mun kosta 2500 kr. og vera fáanlegur í Epal, Skeifunni 6 og Leifsstöð en einnig í Sirku á Akureyri, mínum heimabæ! (en einnig má hafa samband beint við mig). Allur ágóði af sölu mun renna til Krabbameins-félagsins. Styrkið gott málefni og eignist fallegan hlut í leiðinni.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Fallegir snagar!!

Alltaf gaman að skoða síðuna hjá þér. Ef þig langar að flakka og skoða inspirerandi myndir:
http://www.ijm.nl/
bk.
Linda

Nafnlaus sagði...

Thetta kemur rosa vel ut hja ther astin min! kuss, gt im Berlin

Nafnlaus sagði...

Flottir snagar, gott málefni. Kaupi svona snaga strax á morgun!

Nafnlaus sagði...

sæl mín kæra olla... til lukku með þessa dásamlegu snaga. Ég mun klárlega koma til með að fjárfesta í allavega einum!!
bestu bestu Rakel